Sendingar

Sendingarkostnaður fer eftir heimilisfangi viðtakanda og þyngd pöntunnar. Þegar þú ert í körfunni, þá muntu sjá nákvæman sendingarkostnað áður en þú klárar kaupin.

- Dropp er frá 790 kr

- Pósturinn á pósthús og póstbox: frá 1230 kr

- Pósturinn heim: frá 1850 kr

Já. Það er ekkert mál að fá að sækja en eins og er þá erum við ekki með fasta viðveru á lagernum okkar svo að þú þarft bara að senda okkur póst á verslun@pompogprakt.is og við finnum tíma sem hentar fyrir þig.

Pantanir eru sendar af stað í síðasta lagi næsta virka dag eftir að hún kemur inn og ætti að berast þér samdægurs, í versta falli daginn eftir. Þú ættir að hafa fengið send skilaboð frá okkur þegar hún var send af stað. Ef hún hefur ekki enn borist, ekki hika við að hafa samband við okkur í verslun@pompogprakt.is eða í síma 615 2336

Skil og skipti

Það er ekkert mál að fá að skila eða skipta vöru hjá okkur. Ef merkingar og límmiðar eru enn á vörunni, muntu fá hana að fullu endurgreidda, skipt á fullu verði eða inneign. Ef merkingar og límmiðar hafa verið fjarlægðir, er endurgreiðsla allt að 70%, fer eftir ástandi vörunnar.

Greiðslumöguleikar

Við bjóðum upp á greiðslu með kredit korti, debet korti, Pei, Netgíró og Pei. Þú getur einnig millifært upphæðina innan 24 klst frá kaupum og sent tilkynningu á verslun@pompogprakt.is

Bankaupplýsingar: 0133-26-003339

Kennitala: 580719-1120

Annað

Uppseldar vörur koma yfirleitt aftur innan 4-6 vikna svo lengi sem hún er ekki uppseld hjá birgja.

Við bjóðum upp á forpöntun á völdum vörum á vefsíðunni og þá færðu hana senda um leið og hún kemur aftur á lager.

Ef þú hefur áhuga á sérstakri vöru eða vilt fá póst þegar hún kemur aftur, endilega heyrðu í okkur á verslun@pompogprakt.is eða í gegnum samfélagsmiðlana okkar og við látum þig vita.

Við mælum ekki með því að þvo plast/akrýl vörurnar upp úr heitara en 40° heitu vatni. Öruggast er að handþvo þær. Sumar uppþvottavélar bjóða upp á kaldari þvottaprógram. 

iDesign hefur verið starfandi frá árinu 1974 og framleiðir og hannar skipulagsvörur og ýmislegt annað fyrir heimili og vinnustaði.

iDesign er heimsþekkt og viðurkennt hönnunar- og framleiðslufyrirtæki sem vinnur með allskonar spennandi aðilum í framleiðslu á ýmsum línum, ásamt sínum eigin línum.

Pomp og prakt er með, meðal annars The Home Edit línuna sem Joanna og Clea hönnuðu en þær eru stöllurnar úr þáttunum Home Edit sem sýndir voru við miklar vinsældir á Netflix.

Allar vörurnar fást einungis á okkar vefsíðu en hluti þeirra, þar á meðal The Home Edit línan fást bæði hjá okkur og í Hagkaup í Smáralind, Kringlunni, Garðabæ og Skeifunni. Við erum einnig heildsala svo að þetta getur breyst hratt. 

Pomp og prakt er viðurkenndur heildsöluaðili iDesign á Íslandi og er öllum velkomið að hafa samband við okkur ef áhugi er að selja hluta af vörunum okkar. Sendu okkur bara póst á verslun@pompogprakt.is og við verðum í sambandi.