Um okkur

Velkomin á Pomp og prakt - Vefverslun með fyrsta flokks skipulagsvörur fyrir þitt heimili.

Pomp og prakt er íslensk vef og heildverslun sem selur skipulagsvörur frá iDesign og The Home Edit. Markmiðið er að bjóða upp á fyrsta flokks vörur frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum á sanngjörnu verði ásamt þjónustu og ráðgjöf fyrir þá sem þess óska.

Eigendur Pomp og prakt eru mæðgur sem alltaf virðast ganga í takt. Eða oftast.
Dóttirin í teyminu, Brynja Dögg, lenti í kulnun í lok árs 2019 og svo kom Covid. Verandi skipulagsfíkillinn sem hún er þá hvarf hún inn í skápa og herbergi þar sem hún endurraðaði og skipulagði allt upp á nýtt. Ekki í fyrsta skipti, en af töluvert meira kappi en áður. En vandamálið var að úrvalið af skipulagsvörum var afskaplega takmarkað og dreift á milli margra verslanna.
Og þar með var hugmyndin komin. Við ákváðum að henda okkur í þetta sjálfar og settumst við hugmyndaborðið.  

Við vildum stefna á það besta í þessum bransa og fórum í viðræður við iDesign, heimsþekkt framleiðslu og hönnunarfyrirtæki sem meðal annars framleiðir allt fyrir stöllurnar í The Home Edit, þáttunum á Netflix sem slógu rækilega í gegn. Það tók sinn tíma, en loksins eru þessar vörur fáanlegar á Íslandi og við erum stoltar af því að sýna ykkur það sem er í boði og svo miklu meira væntanlegt.

Gott skipulag er grunnurinn að því að geta gengið að hlutum vísum, allt eigi sinn stað og tiltekt sé auðveld fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar. Við bjóðum upp á vörurnar til að gera þetta kleift og ef fólk vill, þá getum við líka verið til staðar fyrir ráðgjöf og aðstoð við að koma skikki á ykkar rými. Við leggjum mikið upp úr því að hver og einn fái persónulega og góða þjónustu og gott viðmót.

Brynja Dögg, dóttirin, er tveggja barna móðir og hefur unnið í sjö ár hjá einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Hún er í sambúð með Halldóri Gunnari Pálssyni sem hefur verið með okkur á hliðarlínunni allan tímann.
Heiða, mamman, hefur starfað við fjölmiðla í rúman áratug og saman erum við samrýmt mæðgnateymi, vinkonur og svolítið ofvirkar.

Við tökum þér fagnandi og þökkum áhuga þinn á vefversluninni okkar.

Pomp og prakt ehf

S: 615-2336
Kt: 580719-1120
Reikningsupplýsingar: 0133 26 003339
Netfang; verslun@pompogprakt.is